Um leið og þú sest inn í Tucson tekurðu eftir áherslu okkar á smáatriðin og ástríðu fyrir gæðum. Nýjar áherslur gera farþegarýmið enn þægilegra og rýmra. Splunkunýtt mælaborðið státar nú af mjúkri áferð og tvöfaldri saumlínu fyrir sérhannað og fágað útlit. Þetta fágaða útlit er undirstrikað með upphleyptu leðri og snyrtilegu textílefni. Fyrir enn frekari þægindi við akstur er nýr Tucson búinn þægilegum sætum sem bjóða upp á bestu mögulegu stillingu hvort sem er á vegum eða í torfærum.
Tucson er einnig fáanlegur með 48V Mild Hybrid aflrásarkerfi til að draga úr eldsneytisnotkun og CO2 losun. Það bætir verulega eldsneytiseyðslu og losun koltvísýrings um allt að 11%.
Nýr Tucson er svipsterkur frá öllum hliðum, með flæðandi hliðarlínum frá framljósum til afturljósa. Ný endurhönnuð LED-afturljósasamstæða gefur bílnum einkennandi útlit og aukinn sýnileika. Stórar felgur og áberandi brettakantar undirstrika sportlega hönnunina. Þakbogarnir og sterkbyggðir hliðarlistarnir leggja áherslu á þróttmikla eiginleika sportjeppans. Nýi Tucson er fyrsti bíllinn frá Hyundai sem er búinn hybrid-aflrásarkerfi. 48V rafkerfi, sem er fáanlegt ásamt 2,0 lítra dísilvél, hjálpar til við hröðun og veitir allt að 12kW aukakraft, sem dregur úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings um allt að 7%.