Tucson

Blanda tækninýjunga og fyrsta flokks þæginda

Tucson

Fáguð og rennileg lögun

Afgerandi fágun. Fallega mótaðar útlínur yfirbyggingar eru birtingarmynd Fluidic Sculpture 2.0.

Afgerandi sportlegt útlit

Sígilt grill Hyundai er rammað inn af hátæknilegum aðalljósum og rammgerður stuðarinn geislar af öryggi og áreiðanleika.

Fádæma lipurð

Einstakir eiginleikarnir og kröftug útgeislunin falla fullkomlega að notagildinu, stöðugleikanum og fáguninni.

Straumlínulöguð hönnun

Í gegnum stöðugleika á miklum hraða og hárnákvæma hönnun yfirbyggingar sameinar nýr Tucson framsæknar verkfræðilausnir og rennilega hönnun nýrrar kynslóðar sem skilar áður óþekktri upplifun. Nú geturðu notið aukinna þæginda og öryggis á veginum með endurhönnuðu kjölsogi, leiðandi loftviðnámsstuðli og hugvitssamlegum eiginleikum.

Flott og hagnýt hægindi

Vantar þig aðstoð? Nýr Tucson sér um þetta fyrir þig. Afturhlerinn er búinn hugvitssamlegri handfrjálsri opnun sem virkjast sjálfkrafa þegar snjalllykillinn er í nánd. Fyrir innan afturhlerann er að finna rúmgott farangursrými sem hægt er að stækka enn frekar með niðurfelldum aftursætum þegar á þarf að halda.

Aukið öryggi

Nýr Tucson tryggir hámarksöryggi og mjúkan akstur með stífni sem er leiðandi í flokki sambærilegra bíla með nýjum öryggiseiginleikum á borð við sérstyrkt stál og heitmótun.

1.6 T-GDi-vél með sjö þrepa DCT-sjálfskiptingu

Sjö þrepa DCT-sjálfskiptingin og 1.6 T-GDi-vélin frá Hyundai bjóða upp á frábæra akstursupplifun með meira viðbragði og aukinni eldsneytisnýtingu.

Myndir

Hönnun