Lífið verður léttara í glænýjum Santa Fe.
Hann er hannaður til að tryggja þér þægilegt umhverfi þar sem þú getur sinnt þeim
sem þér er annt um og notið sérstöku augnablikanna í lífinu – hvert sem þú ferð.
Glænýr Hyundai Santa Fe er bæði sérstæður og glæsilegur og í honum fara saman yfirburðagæði, gott pláss og afgerandi hönnun.
Þegar horft er á hann að framan skapa eftirtektarverð sambyggð ljósin og stallað Hyundai-grillið kraftmikið og fágað útlit.
Að aftan flæða rennilegar línur afturhlerans inn í LED-afturljósasamstæðuna og skapa fallegt útlit með góðu jafnvægi.
Sterkleg hlíf og tvö krómuð útblástursrör gefa sportlegt yfirbragð.
Kraftalegir brettakantar nýs Santa Fe og áræðinn hliðarsvipurinn undirstrika stöðu bílsins fremst í jeppalínu Hyundai.
Hægt er að velja á milli þriggja kraftmikilla véla: tveggja dísilvéla og einnar bensínvélar. Þeim hefur verið breytt til að þær uppfylli nýju Euro 6C-losunarstaðlana og þær bjóða upp á aukna sparneytni með betri bruna og minna orkutapi vegna núnings í aflrás.
Aukin þægindi. Meiri hugarró. Í Santa Fe finnurðu framúrskarandi rými og haganlega hönnun. Þetta gerir ferðina afslappaða – alltaf – fyrir alla.
Nýi Santa Fe-bíllinn er hannaður með fjölbreyttu úrvali hugvitssamlegra tæknikerfa sem hjálpa til við að draga úr streitu í akstri hversdagsins. Calm Tech er til staðar fyrir þig þegar þú þarft á því að halda og hjálpar til við að skapa þægilegt umhverfi fyrir þig og farþega þína. Calm Tech-kerfi vinna í bakgrunninum að því að draga úr streitu, allt frá því að bæta aksturseiginleika og greina önnur ökutæki yfir í að tryggja að farþegar fari ekki út úr bílnum nema það sé öruggt – allt til að þú njótir meiri þæginda.
Nýi 8,5" sjónlínuskjárinn okkar býður upp á besta birtustigið í flokki sambærilegra bíla og eykur öryggi þitt með því að varpa mikilvægum upplýsingum á borð við hraða, leiðsögn og viðvaranir beint á framrúðuna.
Gættu öryggis barnanna – þessi hugvitssamlegi eiginleiki kemur í veg fyrir slys með því að greina ökutæki sem nálgast aftan frá og læsa afturhurðunum tímabundið með barnalæsingu þannig að farþegar komist einungis út úr bílnum þegar það er óhætt.
Kerfið notar úthljóðsnema til að greina aftursætin og auka þannig öryggi og hugarró. Þegar ökumaðurinn er að fara út úr bílnum birtast skilaboð á mælaborðinu. Ef kerfið greinir áfram hreyfingu eftir að ökumaðurinn er farinn úr bílnum flautar bíllinn og blikkar ljósunum.
Athyglisviðvörunin eykur öryggi og þægindi með stöðugri greiningu aksturslags gegnum gagnasendingar sem varða til dæmis beygjuhorn, stýrisátak og staðsetningu bílsins á akreininni. Þegar kerfið greinir þreytu/einbeitingarleysi varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að hann taki sér pásu frá akstrinum.
Þessi hugvitssamlegi eiginleiki tryggir að þú hafir alltaf nóg pláss til að opna afturhlerann á öruggan hátt –
eins og til dæmis þegar bílnum er lagt með afturhlerann upp að vegg.
Vont veður? Krappar beygjur? Ekki vandamál. Glænýr Santa Fe fæst með hinu snjalla HTRAC™-aldrifskerfi sem býður upp á frábæra aksturseiginleika og afköst í beygjum – sem gerir akstur á hálum götum í borginni og torfærum sveitavegum öruggari og miklu afslappaðri.
Sterkar og einkennandi línur ásamt afgerandi og traustvekjandi hönnun gera nýja Santa Fe-bílinn afar álitlegan.
Hægt er að fá rennileg LED-aðalljós með sterkum svip sem bæta útsýnið á einstaklega falllegan hátt. Þau eru einnig með snjallri háljósaaðstoð sem eykur öryggi og dregur úr álagi.
Sambyggð ljósahönnunin er með nútímalegum mjóum LED-dagljósum fyrir ofan LED-aðalljósin.
Einkennandi lína tengir LED-dagljósin við afturljósasamstæðuna, sem gefur sterkbyggðum útlínum Santa Fe líflegt og flæðandi yfirbragð.
Nýja LED-ljósasamstæðan með þrívíðu yfirbragði gefur djarflegum afturhlutanum heillandi svip. Hún ýtir undir sérkennandi útlit Santa Fe og sér til þess að þú sjáist fljótt og vel, jafnt að degi sem nóttu.
Hleyptu sólinni inn í líf þitt! Stórt tvískipt sólþakið nær yfir báðar sætaraðirnar og skapar betri tilfinningu fyrir rými í bílnum. Þú getur fyllt farþegarýmið fersku lofti ef þú vilt því með einum hnappi geturðu opnað fremri hlutann og virkjað vindhlíf til að auka þægindi farþeganna.
Einkennandi lína tengir LED-dagljósin við afturljósasamstæðuna, sem gefur sterkbyggðum útlínum Santa Fe líflegt og flæðandi yfirbragð.
Alls staðar er að finna nákvæmlega sérsniðin efni í ótrúlegum gæðum með mjúkri áferð sem veita þér tilfinningu fyrir fágun.
Njóttu gæðastunda með ástvinum þínum – í þægilegu umhverfi.
Þitt er valið. Njóttu þess að sitja í róandi innanrými þar sem efni með mjúkri áferð,
áklæði úr leðri og sérsniðin sæti umlykja þig á látlausan og fágaðan hátt.
Þitt er valið. Njóttu þess að sitja í róandi innanrými þar sem efni með mjúkri áferð,
áklæði úr leðri og sérsniðin sæti umlykja þig á látlausan og fágaðan hátt.
Þitt er valið. Njóttu þess að sitja í róandi innanrými þar sem efni með mjúkri áferð,
áklæði úr leðri og sérsniðin sæti umlykja þig á látlausan og fágaðan hátt.
Þitt er valið. Njóttu þess að sitja í róandi innanrými þar sem efni með mjúkri áferð,
áklæði úr leðri og sérsniðin sæti umlykja þig á látlausan og fágaðan hátt.
Til að ráða við hvert ferðalagið á fætur öðru er hægt að fá Santa Fe með dísil- eða bensínvél með sex eða átta gíra skiptingu sem skilar sér í hámarkssparneytni og endingu. Bíllinn er einnig með R-MDPS aflstýri sem býður upp á betri aksturseiginleika og stöðugleika á miklum hraða, þegar gæðastundirnar eru spennuþrungnar.
2,4 lítra Theta II-bensínvélin skilar 185 hö. (136 kW), 238 Nm togi og fæst með 6 þrepa sjálfskiptingu og fjórhjóladrifi.
Venjulega R2.0-dísilvélin er til í tveimur aflútfærslum: 150 hö. (110 kW) og 185 hö. (136 kW) og 400 Nm tog. Hægt er að fá vélina með sex gíra beinskiptingu bæði með framhjóladrifi og fjórhjóladrifi eða nýju átta þrepa sjálfskiptingunni með fjórhjóladrifi.
2,2 lítra CRDi-vélin skilar 200 hö. (147 kW), 440 Nm togi og er fáanleg með 6 gíra beinskiptingu eða nýju 8 þrepa sjálfskiptingunni og hægt er að velja á milli framhjóladrifs og fjórhjóladrifs.
Glænýr Santa Fe er hannaður til að bjóða upp á aukin þægindi og fyrsta flokks aksturseiginleika,
með einstaklega viðbragðsfljótri stýringu og frábærum afköstum í beygjum.
MacPherson-gormafjöðrun að framan skilar auknum stöðugleika og bættum aksturseiginleikum við hröðun og hemlun. Fjölliða afturfjöðrun gerir aksturinn þægilegri og tekur minna pláss en önnur kerfi, sem aftur skapar meira rými til að auka þægindi farþega í aftursæti.
Nýja átta þrepa sjálfskiptingin skilar hnökralausum gírskiptum með aukinni snerpu og sparneytni.
Samhröðun með mörgum keilum, fínstilltar gírtennur, stýrilegur og gírolía með viðvarandi lítilli seigju stuðla að mjúkum og hljóðlátum gírskiptum.
Upplifðu frábæra aksturseiginleika og stjórn sem gefa þér stóraukið sjálfstraust í akstri.
HTRAC™ stillir afldreifingu til allra fjögurra hjólanna til að ná fullkomnu jafnvægi við hvers kyns akstursaðstæður.
Ólíkt vélrænum fjórhjóladrifskerfum sem fjölmargir aðrir framleiðendur hafa þegar kynnt til sögunnar
stjórnar HTRAC™ ýmist hemlun eða afli til hjólanna. Ásamt akstursstillingunum bætir HTRAC™ hröðun, stöðugleika og sparneytni.
Kerfið eykur spyrnu í snjó, möl og að sjálfsögðu á venjulegum vegum, auk þess að bæta aksturseiginleika í beygjum.
Þú getur stillt aksturseiginleika Santa Fe eftir þínu höfði. Í COMFORT-stillingu færðu aukinn stöðugleika með allt að 35% meira togi til afturhjólanna. Við hálar aðstæður dreifir kerfið afli sjálfkrafa til allra fjögurra hjólanna. Tog vélarinnar, gírskipting og dreifing HTRAC á togi breytast í samræmi við valda akstursstillingu og upplýsingarnar birtast á mælaborðinu.
Tölurnar á myndinni eru aðeins dæmi og dreifing afls getur verið mismunandi eftir akstursskilyrðum.
Með akstursstillingarofanum geturðu stillt aksturseiginleika Santa Fe eftir þínu höfði. Í ECO-stillingu skilar HTRAC meiri sparneytni með því að senda eingöngu afl til framhjólanna. Við hálar aðstæður dreifir kerfið afli sjálfkrafa til allra fjögurra hjólanna. Tog vélarinnar, gírskipting og dreifing HTRAC á togi breytast í samræmi við valda akstursstillingu og upplýsingarnar birtast á mælaborðinu.
Tölurnar á myndinni eru aðeins dæmi og dreifing afls getur verið mismunandi eftir akstursskilyrðum.
Með akstursstillingarofanum geturðu stillt aksturseiginleika Santa Fe eftir þínu höfði. Í SPORT-stillingu skilar HTRAC aukinni hröðun með allt að 50% meira togi til afturhjólanna. Við hálar aðstæður dreifir kerfið afli sjálfkrafa til allra fjögurra hjólanna. Tog vélarinnar, gírskipting og dreifing HTRAC á togi breytast í samræmi við valda akstursstillingu og upplýsingarnar birtast á mælaborðinu.
Tölurnar á myndinni eru aðeins dæmi og dreifing afls getur verið mismunandi eftir akstursskilyrðum.
Með akstursstillingarofanum geturðu stillt aksturseiginleika Santa Fe eftir þínu höfði. Í SMART-stillingu lagar kerfið sig að aksturslagi þínu og akstursaðstæðum í rauntíma og skiptir sjálfkrafa á milli ECO, SPORT og COMFORT til að skila hámarksafköstum. Tog vélarinnar, gírskipting og dreifing HTRAC á togi breytast í samræmi við valda akstursstillingu og upplýsingarnar birtast á mælaborðinu.
Hyundai SmartSense er hugvitssamlegt akstursaðstoðarkerfi í nýjum Santa Fe-bílum sem býður upp á einn besta öryggisbúnað í flokki sambærilegra bíla og ýmsa framúrskarandi öryggiseiginleika. Á meðal búnaðar er sjálfvirk hemlun til að komast hjá því að aka á gangandi vegfarendur eða aðra bíla og aðstoð við að halda bílnum innan réttrar akreinar á þjóðveginum – auk þess sem kerfið vaktar stöðugt bíla á blindsvæðinu. Nýr Santa Fe getur varað þig við mögulegum hættum í umhverfinu á meðan þú ekur
– allt til auka öryggi og hugarró.
Ratsjárskynjarar á afturstuðaranum fylgjast með aðvífandi umferð til vinstri og hægri við bílinnþegar bakkað er, og ef nauðsyn krefur beita þeir neyðarhemlun til að koma í veg fyrir árekstur.
Akreinastýringin er hinn fullkomni aðstoðarökumaður sem tryggir að ökumaðurinn er meðvitaður um umhverfi sitt í gegnum myndavélar sem vakta vegmerkingar. Þetta kerfi vinnur á hraða yfir 60 km/klst. Það greinir stöðu bílsins innan akreinar og varar ökumanninn við með hljóðmerki og sjónrænni viðvörun þegar leiðrétta þarf stefnuna. Ef ökumaðurinn bregst ekki við snýr kerfið stýrinu til að beina bílnum aftur í örugga stefnu.
Kerfið notar tvo ratsjárskynjara á neðanverðum afturstuðaranum til að vara við umferð á blindsvæðinu. Ef þú gefur stefnuljós við slíkar aðstæður gefur akreinaskiptihjálpin frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun.
FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn fram undan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan eða gangandi vegfarendur á veginum. Kerfið gefur fyrst frá sér hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun, grípur síðan inn í hemlana í samræmi við árekstrarhættuna og notar hámarkshemlunarkraft til að forða árekstri. Kerfið verður virkt þegar ekið er hraðar en 10 km/klst. og það greinir bíl, gangandi vegfaranda eða hjólandi einstakling fyrir framan bílinn.
Snjallhraðastillir með Stop & Go-eiginleika notar ratsjárskynjara að framan til að viðhalda stöðugum hraða og hæfilegri fjarlægð frá bílnum fyrir framan með sjálfvirkri inngjöf og hemlun. Ef umferðin stöðvast beitir kerfið hemlun þar til bíllinn nemur staðar og gefur svo inn þar til hann hefur náð æskilegum hraða um leið og leiðin er greið. Kerfið vinnur á 0 til 180 km/klst.
Nýr Santa Fe er sérlega sterkbyggður, þökk sé styrktu stáli og framúrskarandi höggdeyfingu sem tryggir öryggi farþega komi til áreksturs. Bíllinn er einnig búinn sex loftpúðum: tveimur loftpúðum að framan, tveimur hliðarloftpúðum og tveimur loftpúðatjöldum fyrir fyrstu og aðra sætaröð beggja vegna.
Upplifðu einstök þægindi með Calm Tech-búnaði, úrvali hugvitssamlegs búnaðar og kerfa í Santa Fe sem tryggir velferð allra um borð.
Calm Tech er hannað til að skapa þægilegt umhverfi þar sem þú getur sinnt þeim sem þér er annt um og notið sérstöku augnablikanna í lífinu.
Er stæðið þröngt? Er bílaþvottastöðin lítil? Ekki vandamál. Umhverfismyndavélakerfi nýs Santa Fe auðveldar þér að bakka í þröng stæði á öruggari máta. Hér fer öryggisbúnaður sem nýtir nákvæmlega staðsettar myndavélar til að skila 360° yfirsýn yfir svæðið í kringum bílinn svo að þú sjáir nákvæmlega hvað þú ert að gera.
Upplýsinga- og afþreyingarkerfi með 8" skjá er aukabúnaður í Santa Fe sem sameinar leiðsögn, margmiðlun og tengimöguleika.
Rennileg og samfelld hönnun 8” snertiskjásins býður upp á einfaldan aðgang að öllu sem á honum er í boði, þar á meðal Apple CarPlay™ og Android Auto™ sem veita þér aðgang að eiginleikum snjallsímans þíns. KRELL-hljóðkerfið býður upp á fyrsta flokks hljóðupplifun í gegnum 10 nákvæmlega stillta hátalara.
Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc.
Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.
Þetta skjá- og hljóðkerfi er búið 7” TFT-skjá með einföldum aðgangi og tærri mynd og Apple CarPlay™ og Android Auto™ sem veita þér aðgang að eiginleikum snjallsímans þíns. Einnig er hægt að tengja símann um Bluetooth. 7” skjárinn er einnig notaður sem skjár fyrir bakkmyndavélina til að auðveldara sé að leggja í stæði. Kerfið er með sex hátalara og stafrænt DAB-útvarp er í boði með því sem aukabúnaður.
Apple CarPlay™ er skráð vörumerki Apple Inc.
Android Auto™ er skráð vörumerki Google Inc.
Þetta upplýsinga- og afþreyingarkerfi er búið 5” svarthvítum skjá og sex hátölurum. Í því geturðu hlustað á uppáhaldstónlistina þína með því að tengja snjallsímann þinn eða MP3-spilara um USB-tengi eða Bluetooth. Einnig er stafrænt DAB-útvarp í boði með því sem aukabúnaður.
Enn meiri þægindi. Framsæti Santa Fe eru með átta rafdrifnum stefnustillingum sem gera þér kleift að stilla þau nákvæmlega eftir þínum þörfum.
Rafstýrða handbremsan sparar pláss, er einstaklega skilvirk og auðveldar þér til muna að leggja og taka af stað í halla. Einn hnappur er allt sem þarf.
Gleymdirðu að loka glugga? Ekki vandamál. Hægt er að loka gluggum úr fjarlægð með því að halda læsingarhnappi fjarstýringarinnar inn í meira en þrjár sekúndur.
Sjálfvirk lokun býður upp á þægilega einnar snertingar stýringu með klemmuvörn ef fyrirstaða greinist.
Stílhrein viðbót sem ver sílsalistana gegn sliti og rispum.
Njóttu hámarksþæginda með einum hnappi. IMS-minniskerfi nýs Santa Fe stjórnar, auk hefðbundinna stillinga (speglar, sætisbak, lengd sætis o.s.frv.), einnig lengd sessunnar.