Santa Fe

Stíll og kraftur, hver sem aksturshraðinn er

Shackleton’s Return

The global ad campaign “Shackleton's Return”
won six awards at the 2017 Spikes Asia Festival of Creativity.

Meginatriði

Þróttur og stíll

Storm Edge-hönnunarhugmyndin að baki Santa Fe frá Hyundai stendur fyrir djarflega og kraftmikla hönnun sem vísar til þess næma krafts sem við skynjum í náttúrunni þegar stormur er í aðsigi.

Djarflegur en fíngerður, stór en í fullkomnu jafnvægi

Traustur og rúmgóður, þróttmikill og varfærinn

ASCC-snjallhraðastilling (ASCC)

ASCC-snjallhraðastillingin tryggir hámarksöryggi og einstök þægindi í þungri umferð þar sem oft þarf að stöðva og taka af stað með því að viðhalda forstilltri fjarlægð frá bílnum fyrir framan og þegar bíllinn staðnæmist alveg er vélin endurræst sjálfkrafa um leið og þú vilt taka af stað á ný. Þetta kerfi er aðeins í boði með sjálfskiptingu

Sjálfvirk neyðarhemlun (AEB)

Háþróað, sjálfvirkt neyðarhemlunarkerfi Santa Fe er hannað til að hlífa ökumanni og farþegum við þungum árekstrum á vegum úti. Kerfið hægir sjálfkrafa á bílnum og veitir viðbótaröryggi þegar þess er mest þörf. Kerfið er aðeins í boði með sjálfskiptingu og aðeins fáanlegt eftir sérpöntun.

Háljósaaðstoð (HBA)

Háljósaaðstoðin eykur útsýnið og gerir ökumanni kleift að greina bíla sem nálgast úr mikilli fjarlægð og skiptir sjálfkrafa niður í lága lýsingu þegar þess er þörf.

Blindsvæðisgreining (BSD)

Blindsvæðisgreining tryggir öryggi þitt við aksturinn með því að greina bíla á „blindsvæðinu“ og vara ökumann við bílum sem nálgast hratt. Þannig er þér forðað frá hættu á aftanákeyrslu.

Myndavélakerfi allan hringinn

Santa Fe er hannaður með öryggi þitt í fyrirrúmi og er búinn frábæru 360 gráðu myndavélakerfi með skýrum skjá sem birtir sjónrænar upplýsingar, meðal annars blindsvæðið allan hringinn í kringum bílinn, á margs konar vegum og við ýmis akstursskilyrði.

Evrópskt AVN 2.0 og fyrsta flokks hljómtæki

Einstakt 8" TFT-snjallleiðsögukerfi veitir margs konar akstursupplýsingar og margmiðlun og frábær hljómgæði í útvarpi, af geisladiski eða MP3-skrám fást með þessu fyrsta flokks kerfi sem fæst í ýmist venjulegri útfærslu eða viðbótarútfærslu með 6 hátölurum.

Myndir

Hönnun