ix20

Fjölnota bíll

Þægindi

Svo margt annað en bara einstaklega rúmgott innanrými

ix20 býður upp á kosti og tól sem vekja bæði undrun og ánægju þar sem saman fara spennandi stíll bílsins, litur, útfærsla, gæði, efni, áklæði og áferð.

Mælaborð með TFT LCD-litaskjá

Mælaborð með TFT LCD-litaskjá Mælaborð ix20 er hugvitssamlega samþætt upplýsingakerfi með TFT LCD-litaskjá sem býður upp á framúrskarandi sýnileika og öryggi. Mælaborðið er vandlega og haganlega hannað til að auðvelda aflestur mæla og valda minna álagi á augu með mjúkri blárri LED-lýsingu.

Bakkskynjarar

Nú er leikur einn að leggja! Bílastæðaskynjarar að aftan gera þér kleift að leggja í stæði á einfaldan máta með úthljóðsskynjurum í afturstuðara sem vara ökumann við með hljóð- og sjónmerki þegar hindranir nálgast stuðarann.

Niðurfelling sæta

Hægt er að stækka farangursrýmið með tveimur hæðarstillingum á gólfi. Þú getur stillt gólfhæð farangursrýmisins eftir því hvort þú vilt koma meiru fyrir ofan á gólfinu eða undir því. Einnig er bakki undir gólfi farangursrýmisins fyrir farangurinn. Þá eru ótalin farangursnetið og krókarnir sem nota má til að festa farangur.

Upplýsingaskjár

Aksturstölvuskjárinn birtir nauðsynlegar upplýsingar á borð við meðaleldsneytisnotkun, ekna kílómetra og aflestur af þrýstingi í hjólbörðum sem texta eða tákn. Framboð kann að vera mismunandi á milli markaðssvæða.

Regnskynjari

Þegar það byrjar að rigna fara rúðuþurrkurnar sjálfkrafa af stað og hraði þeirra er stilltur eftir því hversu mikið rignir.

EiginleikarHönnun