ix20

Fjölnota bíll

Afköst

ix20 er sjálfum sér samkvæmur og gefur engan afslátt af akstursánægjunni. Verkfræðisérþekking okkar hefur skilað af sér háþróuðum aflrásum þar sem kraftur og leiðandi skilvirkni í flokki sambærilegra bíla koma saman.

1.6 MPi-bensínvél

1.6 MPi-bensínvélin skilar hámarksafköstum upp á 125 hö. við 6300 sn./mín. og hámarkstogi upp á 15,9 kg m við 4200 sn./mín.

Öryggi

Ótrúlegt öryggi, alls staðar

Akstursöryggiseiginleikar hjálpa til við að koma í veg fyrir hættulegar aðstæður. Þessar alhliða ráðstafanir eru enn frekari sönnun þess að við byggjum alla okkar vinnu í kringum öryggi þitt og velferð.

Rafræn ESC-stöðugleikastýring

Stýring sem grípur inn í til að tryggja stjórn á bílnum þegar þörf krefur.
Kerið beitir hemlunum sjálfkrafa á hvert hjól fyrir sig til að vinna gegn yfirstýringu eða undirstýringu.
Vélarafl er einnig aðlagað á meðan verið er að ná stjórn á ný. ESC-stöðugleikastýring vinnur með HAC-kerfinu.

HAC-kerfi

HAC-kerfið er gagnlegur eiginleiki þegar taka þarf af stað í brekku.
Kerfið gerir þér kleift að taka af stað án þess að renna aftur á bak.
HAC-kerfið vinnur með ESC-stöðugleikastýringunni.

Beygjuljós

Maður veit aldrei hvað er handan næstu beygju en á ix20 er maður við öllu búinn.
Ástæðan fyrir því? Falleg aðalljós sem búin eru nýjustu öryggistækni.
Hægt er að fá bílinn með aðalljósum sem sveigja ljósið til að lýsa upp dimmar beygjur.

Sex loftpúðar

Aðeins það besta allt um kring: Til að draga úr meiðslum við árekstur er ix20 búinn loftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti sem blása nú út af minna afli, auk hliðarloftpúða við framsæti og loftpúðatjalda við fram- og aftursæti.

Virkir höfuðpúðar

Við aftanákeyrslu hreyfast höfuðpúðar framsæta fram á við og upp til að draga úr höfuð- og hálsáverkum.

Stjórnbúnaður fyrir rafdrifnar rúður

Gluggar (að framan og aftan), auk þess sem hægt er að velja stjórnhnappa fyrir hliðarspegla (rafdrif og samfelling).

Öryggiseiginleiki rúðustjórnbúnaðar

Rafdrifnar rúðurnar eru búnar hugvitssamlegum öryggiseiginleika. Ef vart verður við fyrirstöðu stöðvast rúðurnar sjálfkrafa. Framboð aukahluta getur verið mismunandi eftir svæðum.

Höfuðpúðar á aftursætum

Stillanlegir til að tryggja þægindi farþega og hægt að taka þá af til að auka útsýni ökumanns.

Verð og búnaðurHönnun