IONIQ Electric

Framsækin hönnun.
Rafmögnuð upplifun.

Útlit

Straumlínulagaðar útlínur

IONIQ Electric nær hinu fullkomna jafnvægi milli fagurfræði og einstakrar hönnunar sem dregur úr loftmótstöðu.

LED-aðalljós

Tvöfaldur ávinningur: LED-aðalljós bæta sýn að nóttu til með bjartari lýsingu en nota engu að síður minni orku en hefðbundin ljós.

Form og virkni

Eftirtektarverð aðalljósin falla inn í grillplötuna, sem hylur einnig ratsjárskynjara ASCC-snjallhraðastillisins. Silfur- eða koparlituð stika undirstrikar glæsilegt útlitið.

LED dagljós (DRL)

Þú getur ekið áhyggjulaus í þeirri vissu að LED-dagljós séu öllum sýnileg.

Straumlínulagaðar útlínur

IONIQ Electric nær hinu fullkomna jafnvægi milli fagurfræði og einstakrar hönnunar sem dregur úr loftmótstöðu.

Einstök skilvirkni og ávalar línur

IONIQ Electric heldur áfram þar sem frá var horfið í framúrskarandi hönnun með þaki sem hallar lítillega og liggur samfellt inn í vindskeiðina að aftan. Niðurstaðan er sportleg og skilvirk hönnun sem dregur einstaklega mikið úr loftmótsstöðu.

Hleðslutengi

Staðlað hleðslutengi og hraðhleðslutengi sem getur gefið allt að 80% á 23 mínútum eru á hentugum stað undir flipa aftarlega á hægri hliðinni.

Sérhannaðar felgur og hjólbarðar

16” álfelgur og hjólbarðar með einstaklega litlu veltiviðnámi sem voru sérstaklega hannaðar fyrir IONIQ Electric ýta enn frekar undir skilvirka orkunýtingu.

Straumlínulagaðar útlínur

IONIQ Electric nær hinu fullkomna jafnvægi milli fagurfræði og einstakrar hönnunar sem dregur úr loftmótstöðu.

Samræmd heildarhönnun

Fullkominn samhljómur vindskeiðar að aftan, neðri hluta glugga, afturljósa, innfellingar á afturstuðara og stika í einkennandi lit er til marks um samræmda heildarhönnun IONIQ Electric.

Afturljósasamstæða

LED-afturljósin eru hönnuð til að gefa betri lýsingu um leið og þau nota minni orku – aðeins í IONIQ Electric.

Sóllúga

Ekkert toppar það að aka með sóllúguna opna. Heiður himinn og hressandi gola gera aksturinn ánægjulegri.

Krómhúðaðir hurðarhúnar

Áþreifanleg fágun. Fallegir krómhúðaðir hurðarhúnar sem gott er að koma við.

Innanrými

Ríkuleg hönnun í sinni tærustu mynd

Í ríkulegu innanrýminu í IONIQ Electric er vandað til verka í einu og öllu.

Sætisáklæði

Umhverfisvæn efni

Val um tvo liti á sætum og stílhrein hönnun
gera þér kleift að sníða innréttingu eftir þínu höfði.

Sæti sem leggjast saman

Hægt er að leggja aftursætin saman í hlutfallinu 6:4 til að fá aukið farangursrými.

Loftræsting í framsætum

Nýttu þér ferska kælingu yfir sumarið með þriggja stiga blásturshringrás sem er innbyggð í framsæti.

EiginleikarYfirlit