IONIQ Electric

Framsækin hönnun.
Rafmögnuð upplifun.

Rafmagnsaflrásin

Rafmagnsaflrásin var hönnuð með sérvöldum íhlutum til að gefa frábæra aksturseiginleika og drægi sem hentar fyrir notkun á hverjum degi.

Háspennurafhlöðukerfi

28 kWh LiPo-rafhlaða undir bílnum skilar meira afli og akstursdrægi um leið og hún sparar pláss sem nýtist fyrir aukið innanrými.

Stjórntölva (EPCU)

Stjórntölvan býður upp á fínstillingu á afköstum bílsins og ánægjulega akstursupplifun með áreiðanlegri stjórnun á áriðli til að knýja rafmótorinn og jafnstraumsriðli til að sjá rafeindabúnaði fyrir orku.

Innbyggður hleðslubúnaður (OBD)

Innbyggði hleðslubúnaðurinn er einstaklega skilvirkur og umbreytir riðstraumi í jafnstraum til að hlaða rafhlöðuna jafnt og þétt.

Skilvirkur og afkastamikill rafmótor af sísegulgerð

Hámarksafköst þessa öfluga rafmótors er 120 hö. og hámarkstog er 295 Nm.

Niðurfærslugír

Hljóðlátur, skilvirkur og endingarmikill niðurfærslugír lækkar snúningshraða mótorsins og flytur afl yfir í hjól með mikilli skilvirkni.

Fjölliða afturfjöðrun

Fjölliða fjöðrun með tveimur neðri örmum gefur meiri stöðugleika og aukið veggrip.

Verð og búnaðurHönnun