i40

i40 er einfaldur, praktískur og nútímalegur

Meginatriði

Skarar fram úr

Glæsilegt útlitið og áherslan á notagildi eru byggð á hönnunarstefnu okkar, „Fluidic Sculpture 2.0“. Endurbætt hönnun fram- og afturljósanna undirstrikar glæsilegt útlit bílsins að framan- og aftanverðu

Kraftmikill svipur

Djarfur svipurinn á krómuðu framgrillinu, nett og einföld LED-þokuljós og rennilegt ytra byrðið gefa bílnum traustvekjandi útlit.

Djörf hönnun

i40 vekur athygli með djarfri hönnun og endurbættum eiginleikum á borð við skörp og nákvæm LED-afturljós og nýjar 16–18" álfelgur.

Sjö þrepa DCT-sjálfskipting

DCT-sjálfskipting er tegund sjálfskipts gírkassa sem notar tvær mismunandi kúplingar fyrir tannhjólasamstæður með sléttum tölum eða oddatölum.

Útbúnaður í innanrými

Í stjórnrými i40 er allt sem ökumaðurinn getur óskað sér. Fyrst
 ber að nefna vönduð hljómtækin með sex hátölurum, ytri aflmagnara og
 bassahátalara sem skila frábærum hljómgæðum í farþegarýminu. Svo er það
 ótrúlega skýr 4,3" TFT LCD-litaskjárinn og nýja 7" leiðsögukerfið
 með einföldu og aðgengilegu viðmóti.

Sjö þrepa DCT-sjálfskipting

DCT-sjálfskipting er tegund sjálfskipts gírkassa sem notar tvær mismunandi kúplingar fyrir tannhjólasamstæður með sléttum tölum eða oddatölum.

Rafstýrð fjöðrun að aftan

Ökumaðurinn getur valið um stillingar fyrir afturöxulinn. Þetta er einkum mikilvægt í skutbílum þar sem hægt er að laga aksturseiginleika bílsins að þyngd farangurs í farangursrýminu. Hægt er að skipta handvirkt milli harðrar og mjúkrar stillingar eða hafa stillt á sjálfstýringu til að bregðast við eftir þörfum hverju sinni.

Myndir

Hönnun