i40

i40 er einfaldur, praktískur og nútímalegur

Útlit

Hönnun sem talar til þín

Það fyrsta sem þú tekur eftir á i40 eru hvasseygð aðalljósin og vænglaga þokuljósin að framan. Hönnunin tekur mið af náttúrunni og þar fara saman sportlegt útlit og rennilegar línur.

HID-aðalljós

HID-aðalljósin á i40 lýsa upp hluti sem myndu ekki sjást með
 venjulegum framljósum. Þessi aukabúnaður varpar umtalsvert bjartari og lengri
 ljósgeisla án þess að trufla ökumenn bíla sem koma á móti.

Grill

Ásamt framljósunum gefur djarft útlit grillsins bílnum glæsilegan svip að framan. 
Grillið fæst einnig krómað, sem gefur ennþá skarpari svip.

LED-þokuljós að framan

Led-þokuljós að framan eru aukabúnaður með lágstæðum, glærum ljósum sem lýsa einstaklega vel í þoku.

A Euro-chic estate ready for tomorrow

i40 gives estate cars a new edge. With a futuristic profile and strong character lines that match well with an elongated greenhouse, i40 boasts a European sportiness.

Stórt sólþak

Hér er á ferðinni aukahlutur sem býður upp á framúrskarandi birtu í farþegarýminu. Er búið inndraganlegum sóltjöldum og vindhlíf. Aðeins er hægt að hreyfa fremri hlutann.

Stefnuljós á hliðarspeglum

Straumlínulagað ytra byrðið lágmarkar vindgnauð og er búið led-stefnuljósum á hliðarspeglum til að auka öryggi við akreinaskipti.

Felgur

Álfelgur frá 16" til 18" í boði. Veldu fágun með 10 arma 18" álfelgum með 225/45 r18-hjólbörðum eða stíl með 10 arma 17" álfelgum með 215/50 r17-hjólbörðum. Hvort sem þú velur er ánægjan tryggð.

A design story that flows front to back

i40 Sedan’s best angle? Every angle. After all, the front, rear and side designs harmonize so well, they feel like one. The look is graceful, the feel is modern.

Hátt LED-hemlaljós (HMSL)

Hámarkssýnileiki og öryggi eru tryggð með því að setja öryggisljós í vindskeið að aftan með fjölda bjartra rauðra led-ljósa.

LED-afturljósasamstæða

Stór og fallega löguð afturljósasamstæða sem felld er yfir hornið er búin fjölda led-ljósa til að ná hámarksbirtu og auka öryggi. Ljósin lýsast sekúndubroti hraðar upp sem gefur ökumönnum fyrir aftan meiri tíma til að bregðast við.

Snjallopnun afturhlera

Kerfið opnar afturhlerann sjálfkrafa fyrir þig. Þú bíður bara í þrjár sekúndur við afturhlera i40 með lykilinn á þér og annað gerist af sjálfu sér! Þessi framsækni og þægilegi eiginleiki þýðir að þú þarft aldrei aftur að leggja frá þér innkaupapokana til að opna skottið.
c

Rúðuþurrka að aftan

Rúðuþurrkan að aftan þurrkar vel og tryggir gott útsýni aftur fyrir.

Afísari á rúðuþurrku

Hitunareining neðst á framrúðunni bræðir ís og losar rúðuþurrkur sem frosið hafa fastar.

Innanrými

Sportleg hátækniupplifun að innan sem utan

Um hvern er hugsað við hönnun ökumannssætis? Nú, ökumanninn, að sjálfsögðu. Allt sem viðkemur farþegarýminu, allt frá miklu rými til flæðis, var hannað til að veita þér fyrsta flokks þægindi.

Sætalitur

Til að tryggja að i40 uppfylli strangar kröfur evrópskra neytenda eru eingöngu notuð fyrsta flokks rafbúnaður og áklæði í innanrýminu.

Miðstokkur í gólfi

Lokið á miðstokknum opnar leið að margs konar hirslum sem geta geymt allt frá geisladiskum til smærri hluta, allt haganlega geymt undir mjúkum armpúða.

Glasahaldarar

Miðstokkur í gólfi hentar einnig fullkomlega til að geyma tvær vatnsflöskur eða eitt og annað smálegt. Rennilokið kemur í góðar þarfir ef óreiðan gerir vart við sig.

Hanskahólf

Hanskahólfið er búið kælieiginleika til að ökumaður og farþegar geti notið kældra drykkja á lengri leiðum.

Djúp sportsæti

Djúp sportsætin sem hönnuð eru sérstaklega fyrir unga kaupendur og kaupendur sem eru ungir í anda eru búin stærri hliðarpúðum. Aðeins í boði með svörtu innanrými. Aðeins í boði á tilteknum svæðum

Sílsahlíf

I40 er búinn sílsahlífum, algengum búnaði á lúxusbílum, sem verja sílsalistana gegn rispum og skóförum. Nú geturðu áhyggjulaus stigið inn og út.

Akstursstillingar

Ökumenn geta valið akstursstillingu eftir ástandi vegarins og akstursaðstæðum. Gírkassinn stýrir því hvaða akstursstillingar eru í boði.

EiginleikarYfirlit