i40

i40 er einfaldur, praktískur og nútímalegur

Afköst

I40 ber þig hvert á land sem er

1.7 CRDi diesel engine

1.7 CRDi-dísilvélinni skilar 141 hö. við 4000 sn./mín. og 34,7 kg·m togi við 1750–2500 sn./mín.

ATCC-beygjustýring

Þegar hraði er aukinn í beygju beitir ATCC-beygjustýring hemlun á innra hjól driföxulsins til að koma í veg fyrir undirstýringu bílsins. Samhliða rafrænni ESC-stöðugleikastýringu (ESC) tryggir þetta kerfi bæði lipurð og stöðugleika í beygjum.

Sjö þrepa DCT-sjálfskipting

Sjö þrepa DCT-sjálfskipting býður upp á fullkominn samhljóm beinskiptingar og sjálfskiptingar. Með því að sameina aðeins kosti þessara tveggja skiptinga fæst hraðari skipting á milli gíra, aukin sparneytni, minna hljóð og mýkri akstur. Þessi skipting er aðeins í boði með tilteknum vélargerðum

Sex gíra beinskipting

Hyundai býður einnig upp á sex gíra beinskiptingu fyrir þá ökumenn sem vilja sjálfir sjá um sínar gírskiptingar. Sparneytin, hljóðlát, ótrúlega mjúk og endingargóð.

Öryggi

Óvæntar uppákomur og hindranir heyra nú sögunni til

Við akstur er alltaf von á óvæntum hindrunum og uppákomum. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því. 
I40 er búinn fjölbreyttum öryggisbúnaði sem hannaður er til að forða þér frá þessum aðstæðum.

Rafræn ESC-stöðugleikastýring

Rafræn ESC-stöðugleikastýring viðheldur stöðugleika bílsins. Kerfið greinir hreyfingu bílsins í gegnum skynjara og ef hætta er á að stöðugleiki glatist grípur það inn í með því að beita hemlum á hvert hjól fyrir sig og stilla af vélarafl til að endurheimta stöðugleika.

Hemlunaraðstoð (BAS)

Rannsóknir hafa sýnt fram á að hinn hefðbundni ökumaður nær ekki að beita fullri hemlun við óvæntar aðstæður. Hér kemur hemlunaraðstoð Hyundai til hjálpar. Um leið og kerfið greinir neyðaraðstæður beitir það vélrænum þrýstingi á hemlana til að hægt sé að stöðva bílinn með hámarkshemlunarkrafti.

Akreinaskynjarakerfi (LKAS)

Meginhlutverk þessa kerfis er að vara ökumenn við sem eru farnir að dotta undir stýri. Ef bíllinn stefnir út af akrein og ekki er búið að gefa stefnuljós greina akreinaskynjararnir hættu og grípa inn í með því annaðhvort að vara ökumanninn við eða leiðrétta stefnuna sjálfkrafa.

Háljósaaðstoð (HBA)

Við akstur er alltaf von á óvæntum hindrunum og uppákomum. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því. I40 er búinn fjölbreyttum öryggisbúnaði sem hannaður er til að forða þér frá þessum aðstæðum.

Níu loftpúðar

Í i40 er allt gert til að draga úr hættu á alvarlegum áverkum, þar á meðal er hægt að fá bílinn afhentan með allt að níu loftpúðum, m.a. loftpúða fyrir ökumann og farþega, loftpúðatjöld við fram- og aftursæti, tvo hliðarloftpúða fyrir efri hluta líkamans og mjaðmir við framsæti og tvo hliðarloftpúða fyrir efri hluta líkamans við aftursæti, auk hnéloftpúða fyrir ökumann.

HAC-kerfi

Þessi tækni tryggir að þú getir áhyggjulaus tekið af stað í brekku án þess að renna aftur á bak þegar þú tekur fótinn af hemlafótstiginu.

Beygjuljós (SBL)

Beygjuljós verða virk þegar gefið er stefnuljós til vinstri eða hægri og stýrinu er snúið. Þau tryggja að gangandi vegfarendur og hindranir á veginum sjáist.

Hnéloftpúði fyrir ökumann

Loftpúðinn undir stýrinu er hannaður til að draga úr hættu á alvarlegum meiðslum á fótleggjum og hnjám ökumannsins ef til alvarlegrar framanákeyrslu kemur.

Rafstýrð handbremsa (EPB)

Þessi bremsa sparar dýrmætt pláss í farþegarýminu. Rofinn er tölvutengdur og því af snjallbúnaðarættinni.

Festingar fyrir barnabílstóla

Einfaldar isofix-festingar tryggja hámarksöryggi barnsins með tryggilegri festingu.

Verð og búnaðurHönnun