i20

Bíll sem hreyfir við þér

Hönnunarstefnan

 Fluidic Sculpture 2.0 skilar enn einu sinni af sér óumdeildri fegurð.

Fljótandi hönnun og sportlegur nútímastíll ljá i20 aðlaðandi og látlaust yfirbragð.
 Eftirtektarvert útlitið er undirstrikað með þokuljósum að framan og LED-dagljósabúnaði.

Ný kynslóð i20 sigraði í bílaflokknum á
Red Dot Design Awards árið 2015

Auk þess sigraði hún í flokki bíla/ökutækja/vélhjóla á
iF DESIGN AWARD 2015

Aðalljós með LED-dagljósum

Rennileg og eftirtektarverð ný kynslóð i20 er hönnuð og þróuð í Evrópu. Nýjasta útfærsla hönnunarstefnu Hyundai, „Fluidic Sculpture 2.0“, er undirstrikuð með tvívirkum aðalljósum með LED-dagljósabúnaði.

Grill

Afgerandi framhlutinn er nú með tvískipt grill sem gefur i20 stílhreint og brosandi yfirbragð.

LED-afturljósasamstæða

Nýja afturljósasamstæðan gefur bílnum sérstaklega hátæknilegt yfirbragð. Um leið veita LED-ljósin hámarkslýsingu og aukið öryggi.

Stórt sólþak

Einstakt, stórt sólþak og mesta pláss í flokki sambærilegra bíla gera farþegarými i20 bjart og rúmgott.

Mikið skottpláss með sæti niðri

Þarftu pláss fyrir umfangsmikinn farangur? Leggðu niður sætin í i20 og málið er úr sögunni. Hægt er að fella aftursætin alveg niður eða að hluta til að raða farangri og farþegum. Leggðu niður sætin, hentu farangrinum í skottið og lokaðu!

Þægindi

Eins og að vera í stofunni heima. Fjölbreytt úrval eiginleika býður upp á hámarksþægindi og ánægju, þar á meðal TFT LCD-mælar með skýrum aflestri og notendavænar fjarstýringar sem gera þér kleift að stjórna ýmsum aðgerðum með þumlinum.

Akreinaskynjari

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að reika yfir á aðra akrein með akreinaskynjarakerfi nýs i20. Kerfið gerir ökumanni viðvart með myndrænni og hljóðrænni viðvörun ef bíllinn virðist óviljandi vera á leið út úr akrein.

Eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum

Skynjarar eftirlitskerfis fyrir þrýsting í hjólbörðum senda stöðugar upplýsingar í mælaborðið.

Myndir

Hönnun