i20

Fyrir hugsandi fólk.

Fegurðin fer ekki framhjá hugsuðinum.

Nýr i20 státar af eftirtektarverðu, tvítóna þaki og ferskri, nútímalegri hönnun sem grípur augað.
Á svipmiklu ytra byrðinu eru nýir, mótaðir stuðarar, stallað Hyundai-grill og aflíðandi aðalljós með LED-eiginleikum sem setja sterkan svip á bílinn.
Sportleg þokuljós og nýjar 16" álfelgur fullkomna svo kröftugt útlitið.

Heilinn fer á ferð.

Skarpari hönnun og líflegur frágangur: Nýr i20 er frísklegur í útliti og stórt sólþakið hleypir sólinni inn og opnar fyrir útsýni út um víðan völl.
Stílhreint yfirbragðið er dregið enn betur fram á afturhlutanum með svartri C-stoð og vindskeið.
Þá skila ný LED-afturljós fyrsta flokks sýnileika og einkennandi og sterku útliti.

Framljós með einkennandi LED-lýsingu

Nýtt stallað grill og einkennandi LED-ljós

LED-afturljósasamstæða

Stórt sólþak

Pláss fyrir allar þínar hugsanir.

Að okkar mati á rými ekki að vera neinn munaður. Rými er grundvallaratriði.  Þess vegna er nýr i20 hannaður þannig að hann skilar einna mestu fótarými í sínum flokki og er þægilegur fyrir allt að fimm fullorðna einstaklinga. Ef þú þarft að flytja stærri hluti er auðvelt að leggja niður aftursætin með 60:40 skiptingu. Með því er farangursgeymslan stækkuð úr 326 lítrum upp í 1042 lítra (VDA), sem skapar þér umtalsvert svigrúm til athafna.

Hyundai SmartSense

Í nýjum i20 færðu einnig Hyundai SmartSense, hugvitssamlega akstursaðstoðarkerfið okkar sem veitir þér aukið öryggi og hugarró.
Öll hönnun i20 miðast að því að vernda bæði þig og farþega þína. Sjálfvirk hemlun hjálpar þér að forðast árekstra og auðvelda þér að halda þig á akreininni og kerfið kveikir og slekkur sjálfkrafa á aðalljósunum til að bæta sýnileikann.

FCA-árekstraröryggiskerfi

FCA-árekstraröryggiskerfið greinir veginn framundan með ratsjá og myndavél og hemlar sjálfkrafa þegar það greinir óvænta hemlun hjá bílnum fyrir framan. Kerfið sendir fyrst hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun, grípur síðan inn í hemlana í samræmi við árekstrarhættuna og notar hámarks hemlunarkraft til að forða árekstri. Kerfið fer í gang þegar hraðinn er yfir 10 km/klst. og kerfið greinir bíl fyrir framan ökutækið.

Háljósaaðstoð (HBA)

Háljósaaðstoð greinir ökutæki sem koma úr gagnstæðri átt sem og ökutæki fyrir framan í myrkri. Kerfið slekkur á háu ljósunum eftir því sem við á og eykur þannig öryggi og sýnileika að kvöldlagi.

Akreinastýring (LKA)

Akreinastýringin greinir staðsetningu bílsins og varar ökumanninn við hættulegum hreyfingum þegar hraðinn er meiri en 60 km/klst. Kerfið sendir hljóðviðvörun og sjónræna viðvörun áður en það grípur inn í stýringuna og beinir ökumanninum aftur á öruggar slóðir.

Athyglisviðvörun (DAW)

Þessi staðalbúnaður eykur öryggið með stöðugri greiningu á aksturslagi. Þegar kerfið greinir þreytu eða einbeitingarleysi varar það ökumanninn við með hljóðmerki og viðvörunarskilaboðum þar sem mælt er með því að hann taki sér hlé frá akstrinum.

Enn snjallari snjallsími.

Nýr i20 er snjallbíll sem býður þér upp á framúrskarandi tengimöguleika. Haganlega staðsettur nýr sjö tommu snertiskjár er í þægilegri fjarlægð frá ökumanni og styður Apple CarPlay™ og Android Auto™ – þannig geturðu tengt símann þinn og stýrt tónlistinni, símanum og forritum í honum á stórum skjánum. Þægilega staðsett AUX- og USB-tengi tryggja þér haganlega tengimöguleika og hraðhleðslu.
Þægileg AUX- og USB-tengi
Sjö tommu snertiskjár með Apple CarPlay™ og Android Auto™

Stílhrein og glæsileg þægindi.

Innanrýmið í nýjum i20 er bæði einstaklega rúmgott og glæsilegt; þetta er bíll sem er fallegur að innan og utan. Hönnun innanrýmisins fæst í tveimur útfærslum – Red Point eða Blue Point – með lituðum áherslusaumi í sætum, stýri og gírstöng til að kalla fram sérlega fallegt útlit.
Farþegarýmið hefur hágæðayfirbragð þar sem rými, útlit og vandaður frágangur minnir helst á stærri og dýrari bíla.
Sportlegt stýrið er með hitaeiginleika og allar stýringar eru haganlega staðsettar til að tryggja að þú hafir tengimöguleikana ávallt við hendina.

Tölvustýrð loftkæling

Hiti í sætum / hiti í stýri

Armpúði milli framsæta / Glasahaldari

Fljótlegt að skipta um gír.
Og skipta skapi.

Einu sinni þurfti stóra vél til að skila góðum afköstum. Sú hugsun er úrelt. Einn stærsti kosturinn við nýjan i20 er sportleg og sparneytin 1,0 lítra T-GDI-vélin sem skilar 120 hö. og 171 Nm og er fullkomin blanda af krafti og sparneytni. i20 er fáanlegur með nýrri sjö gíra tveggja kúplinga skiptingu (7DCT) sem sameinar sparneytni og skemmtilega aksturseiginleika beinskiptingar og þægindi sjálfskiptingar.

Fáanlegur með mjúkri sjö gíra tveggja kúplinga skiptingu.

6 gíra beinskiptur

Start/Stopp hnappur

Myndir

Verð og búnaður