i10

Lífgar uppá borgina

Hann hefur lúkkið

Nútímalegur, sportlegur og afgerandi.

Aðalljós

Eins og punkturinn fullkomnar i-ið eru aðalljósin punkturinn yfir stílhreint og ferskt útlit i10 þar sem þau liggja í aflíðandi framstuðaranum.

Þokuljós að framan með LED dagljósum (DRL)

Þú getur ekið áhyggjulaus í þeirri vissu að þokuljósin að framan með LED-dagljósum séu öllum sýnileg. Falleg hönnun ljósanna ljær bílnum einnig verðmætara yfirbragð.

Skrautlisti á hurð

Smáatriðin eru stóra málið á i10.
Um leið og þú teygir þig í hurðina sérðu hvernig skrautlistinn undirstrikar afgerandi útlit i10.

Stefnuljós á hliðarspeglum

Fáguð stefnuljós á hliðarspeglum gera þér kleift að skipta um akrein á öruggan máta.
Ökumenn fyrir framan þig taka örugglega eftir þér.

Krómhúðaðir hurðarhúnar

Áþreifanleg fágun.
Fallegir krómhúðaðir hurðarhúnar sem gott er að koma við.

Lítill og stór

Nútímalegur, sportlegur og afgerandi.
Þú ert miðdepill athyglinnar í þessum sjarmerandi bíl.

Skyggðar afturrúður

Rúður við aftursæti og að aftan eru skyggðar til að veita farþegum næði.

Afturljósasamstæða

Tryggðu  sýnileika allan hringinn með afturljósasamstæðu sem bæði er haganlega hönnuð 
og skilar framúrskarandi skyggni.

Þokuljós að aftan

Léttu álaginu af augum ökumanna fyrir aftan bílinn
með því að vísa þeim leiðina með þokuljósum að aftan.

Þokuljós að framan

Nýju þokuljóskernar eru staðsett lágt í stuðara til að veita betri sýn í þoku.

Sóllúga*

Ekkert toppar það að aka með sóllúguna opna. Heiður himinn og hressandi gola gera aksturinn ánægjulegri.
*Aðeins fáanlegt gegn sérpöntun

Krómhúðaðir hurðarhúnar*

Áþreifanleg fágun. Fallegir krómhúðaðir hurðarhúnar sem gott er að koma við.
*Aðeins fáanlegt gegn sérpöntun

Innanrými

Frábært rými

i10 er lengri og breiðari en forverinn
sem þýðir meira pláss fyrir þig, farþegana og farangurinn.

Litir í innanrými

Val um fimm liti á sætum og stílhrein hönnun
gera þér kleift að sníða innréttingu eftir þínu höfði.

Farangursrými

Gott rými fyrir hvers konar farangur. i10 er leiðandi í flokki sambærilegra bíla bæði þegar kemur að farþegarými og skotti. Hægt er að stækka 252 lítra farangursrýmið upp í heila 1046 lítra með því að leggja aftursætin niður.

Hanskahólf

Nú þarftu ekki að þreifa þig áfram í myrkrinu. Ljósið í hanskahólfinu vísar þér á það sem þú leitar að.

Ljós í farangursrými

Hver sagði að það mætti ekki hafa ljós í farangursrýminu? Ljós í farangursrýminu kviknar sjálfkrafa þegar afturhleranum er lyft upp.

Glasahaldari

Tveir glasahaldarar geta geymt drykkjarílát í ýmsum stærðum með kaffi eða öðrum uppáhaldsdrykk.

Geymsla í hurð

Hægt er að geyma vatnsflöskur í tveimur vösum í framhurðum (1 lítri hvor) og tveimur vösum í afturhurðum (0,5 lítrar hvor).

EiginleikarYfirlit