i10

Lífgar uppá borgina

Afköst

1.0 MPi-bensínvél

1.0 MPi-bensínvélin skilar hámarksafköstum upp á 66 hö. við 5500 sn./mín. og hámarkstogi upp á 9,7 kg m við 3500 sn./mín. Strokkstykki og strokklok úr áli skila meiri sparneytni.

Fimm gíra beinskipting

Upplifðu sportlegri stjórn á i10 með fimm gíra beinskiptingu sem er búin sérhannaðri gírstöng til að skila meiri sparneytni.

Sjálfskipting

Skilvirk sjálfskipting skilar afslappaðri akstursupplifun.

Eco Pack*

Eco Pack útgáfan er sérsniðin til að draga úr eldsneytiseyðslu og draga úr mengun.
*Aðeins fáanlegt gegn sérpöntun

Öryggi

Eykur öryggi í borginni

i10 er hannaður fyrir óteljandi snúninga innan borgarmarkanna en er þó fyrst í essinu sínu á þjóðveginum.

Rafræn ESC-stöðugleikastýring
og VSM-stöðugleikastjórnun ökutækis

Haltu þig á veginum með VSM-stöðugleikastjórnun, kerfi sem tekur allt með í reikninginn,
frá toggildi hvers dekks til hegðunar í yfirbyggingu i10.
Ofan á það bætist hefðbundin rafræn ESC-stöðugleikastýring.
Hún greinir hvenær þörf er á hemlun, við snögga hreyfingu eða krappa beygju.
Markmiðið er stöðugleiki, númer 1, 2 og 3.

ABS-hemlakerfi og hemlunaraðstoð (BAS)

ABS-hemlakerfið kemur í veg fyrir að bíllinn renni til og hjólin læsist á hálu yfirborði eða þegar hemla þarf snögglega um leið og það tryggir þér stjórn á stýrinu.
Staðlað hemlunaraðstoðarkerfið (BAS) gerir þér kleift að stíga fótstigið alveg í botn til að auka öryggið.

Sex loftpúðar

Loftpúðarnir sex eru loftpúðar fyrir ökumann og farþega í framsæti, hliðarloftpúðar við framsæti og hliðarloftpúðar við fram- og aftursæti sem tryggja öryggi þitt og farþega þinna ef til árekstrar kemur. Þessi mynd er eingöngu til skýringar.

Öryggisbelti

Öryggisbeltin eru einnig stillanleg til að tryggja hámarksþægindi. Hægt er að hækka þau og lækka eftir þörfum hvers og eins.

Neyðarstöðvunarmerki (ESS)

Sendu skýrari skilaboð til nálægra ökumanna með neyðarstöðvunarmerkinu. 

Fjarstýringar í stýri

Notendavænir hnappar á stýrinu gera þér kleift að hækka og lækka hljóð, svara símtölum, opna aksturstölvuna og stilla hraðastillinn á einfaldan máta.

Bakkskynjarar

Bakkskynjararnir sjá um að láta þig vita hvenær þú átt að hætta að bakka.
Fjórir skynjarar í afturstuðaranum geta greint hluti sem þú sérð ekki.

Hljómtæki

Veldu fjölbreytnina. Hlustaðu af hjartans lyst í útvarpinu, MP3-spilaranum, geislaspilaranum, um USB-tengingu eða AUX-tengingu í hljómtækjum með Bluetooth.

Tenging (USB og AUX)

USB- og AUX-tengingar, sem eru staðalbúnaður með útvarpi, bjóða upp á ótakmarkaða afþreyingu við akstur.
Þú stingur bara USB-tækinu í samband og nýtur. 

Fjarstýringar í stýri

Fjölnota þriggja arma stýri með haganlega staðsettum hnöppum gerir þér kleift að stjórna hljómtækjunum, símanum og hraðastillingunni án þess að sleppa stýrinu.
Með hita í stýri og handvirkri hallastillingu hefur aldrei verið auðveldara að stýra.

Alsjálfvirk loftkæling

Alsjálfvirk loftkæling sér um að halda þér í kjörhita.
Þú stillir hitastigið og loftkælingin sér um rest.

Hnappur til að gangsetja / drepa á vél*

Annar eiginleiki sem sóttur er til dýrari bíla er gangsetning og stöðvun vélar með hnappi. Nú þarftu bara að ýta á hnapp til að setja í gang eða drepa á.
*Aðeins fáanlegt gegn sérpöntun

AUX- og USB-tengi

AUX- og USB-tengi bjóða upp á einfalda tengingu fyrir spilun tónlistarskráa úr ýmiss konar fartækjum, þ. á m. snjallsímum og MP3-spilurum. Þú bara stingur í samband og hlustar.

Handfrjáls Bluetooth-búnaður

Handfrjáls Bluetooth-búnaður gerir þér kleift að einbeita þér að því sem er á veginum á meðan þú spjallar í símann.

Aksturstölvuskjárinn

Aksturstölvuskjárinn birtir nauðsynlegar upplýsingar á borð við meðaleldsneytisnotkun, ekna kílómetra og aflestur af þrýstingi í hjólbörðum sem texta eða tákn.

Verð og búnaðurHönnun